Fáðu sendar vörur eða sæktu í verslunina

Heimsendingar

Við höfum aðstoðað viðskiptavini okkar með heimsendingar undanfarið og við ætlum að bjóða upp á slíka þjónustu meðan þetta ástand varir samdægurs á höfuðborgarsvæðinu.

Viltu sækja?

Einnig bjóðum við upp á að taka til vörur sem hægt er að sækja til okkar eða fá afhent í bílinn.

Hreinlæti

Sem fyrr er fyllsta hreinlætis gætt og starfsmaður afhendir vörurnar í hönskum.

Kaupin fara fram þannig:

Sendu tölvupóst á netfangið melabudin@melabudin.is þar sem eftirfarandi þarf að taka fram:

  1. Nafn.
  2. Heimilisfang.
  3. Símanúmer.
  4. Æskilegan tíma á móttöku sendingar.
  5. Pöntun með sem nákvæmustu innihaldi magns og tegundar.

Fyrirkomulag eftir pöntun í tölvupósti:

Greiðsla

Þegar búið er að taka saman vörurnar verður hringt í þig eða sendur tölvupóstur. Hægt er að greiða með kortafærslu gegnum síma (besta fyrirkomulagið) eða bankamillifærslu áður en sendingin fer frá versluninni.

Kostnaður

Lágmarkspöntun er 5.000.- og sendingarkostnaður er kr. 1.490 fyrir sendingu upp að 15.000. Enginn sendingarkostnaður er ef verslað er fyrir meira en 15.000.-

Sent innan höfuðborgarsvæðisins

Við afhendum innan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Hefur fólk ekki tölvutengingu?

Þá er hægt að hringja inn pöntun í s: 551-0224.

Við vonum að þetta gangi vel og biðjum fólk um að sýna okkur biðlund verði tafir á afhendingu eða tímabundin vöntun á einhverjum vörum.  Fyrirkomulag þjónustunnar gæti breyst án fyrirvara.