Melabúðin – val sælkerans

Persónuleg þjónusta og breitt vöruúrval

Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð. Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Við bjóðum upp á glæsilegt kjöt- og fiskborð þar sem þú getur valið eftir vigt. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.

“Melabúðin er miðstöð þeirra sem á Melunum búa”

Allt frá stofnun verslunarinnar árið 1956 hefur verið lögð áhersla á gott persónulegt viðmót og endurspeglast fyrstu einkunnarorð hennar, “Melabúðin er miðstöð þeirra sem á Melunum búa”, í þeirri hugsun. Engu að síður eru allir velkomnir til okkar.

Fjölskyldufyrirtæki

Melabúðin hefur í 40 ár verið rekin af sömu fjölskyldu en Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem hófu fyrst rekstur í Kjörbúð Vesturbæjar á Melhaga 2 árið 1964 áður en Þau tók við Melabúðinni árið 1979.

Verið velkomin til okkar!