Melabúðin - verslun sælkerans

Persónuleg þjónusta og breitt vöruúrval

Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð. Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Við bjóðum upp á glæsilegt kjöt- og fiskborð þar sem þú getur valið eftir vigt. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.

“Melabúðin er miðstöð þeirra sem á Melunum búa”

Allt frá stofnun verslunarinnar árið 1956 hefur verið lögð áhersla á gott persónulegt viðmót og endurspeglast fyrstu einkunnarorð hennar, “Melabúðin er miðstöð þeirra sem á Melunum búa”, í þeirri hugsun. Engu að síður eru allir velkomnir til okkar.

Verið velkomin til okkar!

Hér má sjá sjónvarpsþátt um verslunina þar sem saga hennar er rakin allt til ársins 1956 og rætt við starfsfólk og viðskiptavini.